• IMG 4191
  • IMG 7410
  • IMG 4193
  • DSC01808
  • DSC01809
  • Forsíða
Morgunkaffi í skólanum

Morgunkaffi í skólanum

Foreldrum er boðið í morgunkaffi í skólann  í næstu viku. Í Hvassaleiti á miðvikudaginn kl. 8:30-9:30 og í Álftamýri á fimmtudaginn á sama tíma  Markmiðið með morgunkaffinu er að foreldrar og stjórnendur skólans eigi samtal um skólastarfið og að foreldrar fái tækifæri til þess að líta á vinnusvæði nemenda. Morgunkaffið hefst á sal en að spjalli loknu geta foreldrar gengið um skólann.

Lesa >>


Vetrarfrí 20. - 24. október

Vetrarfrí verður í grunnskólum borgarinnar dagana 20. -24. október. Frístundamiðstöðvar og menningarstofnanir bjóða upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna og ókeypis er inn á söfn borgarinnar fyrir fullorðna í fylgd með börnum.  Meðal þess sem frístundamiðstöðvarnar hafa upp á að bjóða er klifur, föndur, hrekkjarvaka og hungurleikar. Bókasöfnin bjóða upp m.a. á vísindasmiðju, töfrabrögð, upplestur fyrir hunda og bingó. Á listasöfnunum verður sýningaleiðsögn fyrir alla fjölskylduna og Borgarsögusafnið býður upp spennandi smiðjur, s.s. á Árbæjarsafni og á Sjóminjasafninu.   Kynntu þér dagskrána á vef Reykjavíkurborgar
In English  -  Po polsku 
Góða skemmtun í vetrarfríinu!

Lesa >>


Við hugsum um heilsuna.

Við hugsum um heilsuna.

Að undanförnu hafa nemendur í 10.bekk unnið með hugtakið heilsa – líkamlega, andlega og félagslega. Hver og einn nemandi fór í gegnum sjálfspróf þar sem spurningum var svarað m.a. um vináttu, samskipti, tannheilsu, líðan, notkun netmiðla, matarvenjur, neyslu ávana- og fíkniefna.  Í kjölfarið fórum við í gegnum alla þá ólíku þætti sem hafa áhrif á heilsu okkar s.s. hreyfing, mataræði, samskipti, lífsviðhorf og lífsstíll, öryggi og umhverfi.  Að lokum bjuggu krakkarnir til Heilsublómið sem á að minna okkur á að hugsa vel um heilsuna.

Lesa >>


Skákmót

Skákmót

Haustskákmót Háaleitisskóla í unglingadeild hefur staðið yfir síðastliðnar vikur. Hart hefur verið barist en að lokum stóð Kristján Orri Hugason uppi sem sigurvegari eftir einvígi við Margréti Ástu Finnbjörnsdóttur sem lenti í öðru sæti. Ottó Bjarki Arnar lenti í þriðja sæti.

Lesa >>


Lestrarátak Háaleitisskóla

Lestrarátak Háaleitisskóla

Lestrarátak Háaleitisskóla stendur yfir frá 3.-18. október og er í tengslum við lestrarhátíð í Bókmenntaborginni Reykjavík. Átakið í ár er með sjóræningjaþema og skrá nemendur lestur sinn og það sem lesið er fyrir þau á „peninga“ sem eru settir í sjóræningjakistur. Við hugsum þetta sem samvinnuverkefni en ekki keppni á milli bekkja eða árganga í að finna út hver sé bestur.

l1  l2  l3  l4 

Lesa >>

Skoða greinasafn

Prenta | Netfang

© Háaleitisskóli | Álftamýri 79 Sími: 5708100 | Hvassaleiti v/Stóragerði Sími: 5708800 | This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.