• IMG 4184
  • IMG 4181
  • m4
  • DSC01808
  • IMG 4223
  • Forsíða
Forritun í unglingadeild

Forritun í unglingadeild

Í vetur hefur verið boðið upp á kennslu í forritun í vali í 8. - 10. bekk. Nemendur hafa verið mjög áhugasamir og staðið sig vel. Hér er hægt að skoða verkefni þeirra. Hjá þessum hópi tekur nú við kóðaforritun en ljóst er að marga efnilega forritara er að finna í skólanum.

Lesa >>


Kodinn 1.0

Á næstunni fá allir nemendur í 6. og 7. bekk, micro:bit spjöld. Þetta eru lítil spjöld sem nemendur læra að forrita. Þeir geta t.d. látið það teikna broskalla, skrifa orð/setningar, kveikja á sér og slökkva, spila tónlist og óendanlega margt annað. Krakkarúv hefur stutt virkilega vel við verkefnið og inni á vefnum þeirra http://krakkaruv.is/heimar/kodinn  er hægt að nálgast mörg verkefni.  Hvert þeirra er 1 – 2 mínútur. Nemendur geta æft sig þar án þess að vera með kubbinn sjálfan. Ætlunin er að nemendur fái tækifæri til þess að vinna með spjöldin hér í skólanum en þeir fá síðan að fara með þau heim. Þeim sem eru áhugasamir viljum við benda á að ýmis tól til forritunar sem eru ókeypis á vefnum eins og t.d.  https://kodu.en.softonic.com/     https://scratch.mit.edu/      https://www.codecademy.com/  og   http://getbootstrap.com/

Umsjónarkennarar bekkjanna munu annast kennsluna. Anna H Björnsdóttir forritari, sjálfboðaliði og  starfsmaður Landsbankans mun hitta kennarana, kynna þeim verkefnið og undirbúa þá.  Hér má sjá umfjöllun á RÚV um þetta verkefni

Lesa >>


Piparkökuhúsaskreytingar 2016

Piparkökuhúsaskreytingar 2016

Nemendur í unglingadeild notuðu bræðingstímann í dag  til að skreyta piparkökuhús. Um er að ræða árlegan viðburð í unglingadeild í aðdraganda jólanna. Nemendur fá að mynda litla hópa og skreyta piparkökuhús sem skólinn úthlutar en nemendur koma með það sem þeir vilja nota til skreytinga Gaman var að sjá hversu ólíkar leiðir nemendur velja.  Hér má sjá myndir 

Lesa >>


Uppeldi til ábyrgðar

Uppeldi til ábyrgðar

Undanfarnar vikur hefur Háaleitisskóli verið að taka sín fyrstu skref í stefnu sem kallast Uppeldi til ábyrgðar. Þar er lögð áhersla að nemendur tileinki sér sjálfsstjórn og sjálfsaga. Þannig setjum við skýr mörk milli óásættanlegrar hegðunar og þróum um leið samstilltar leiðir til að fylgja þeim eftir. Þessi skýru mörk skapa öryggi og traust og styðja um leið  þau lífsgildi og þá sannfæringu sem hver bekkur og allur skólinn setur saman í félagslegan bekkjarsáttmála. Hér sést mynd af afrakstri 10. bekkjar sem hangir uppi milli heimastofanna þeirra.

 

Lesa >>


Myndir frá Sýrlandi

Myndir frá Sýrlandi

Hér í skólanum eru tvær stúlkur, Sham og Mais frá Sýrlandi. Þær eru nemendur í 9. bekk og hafa verið hér á Íslandi í tæpt ár. Stúlkurnar bjuggu til myndband um Sýrland en þær vildu sýna okkur hversu fallegt landið þeirra er/var og hvernig það er nú. Hér er myndbandið þeirra

Lesa >>

Skoða greinasafn

Prenta | Netfang

© Háaleitisskóli | Álftamýri 79 Sími: 5708100 | Hvassaleiti v/Stóragerði Sími: 5708800 | This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.