• IMG 4171-001
  • IMG 4193
  • jolaball 12
  • DSC02032
  • IMG 4184
  • Forsíða
Hreyfivika UMFÍ

Hreyfivika UMFÍ

Hreyfivika UMFÍ var sett með pompi og prakt í garði Þjónustumiðstöðvar UMFÍ í hádeginu mánudaginn 23. maí og nemendum í  5.H var boðið að mæta. Þar var meðal annars keppt í stígvélakasti sem Gunnar á Völlunum lýsti með miklum tilþrifum. Fjórir nemendur tóku þátt og kepptu við meðal annarra við bæjarstjóra á höfuðborgarsvæðinu, aðstoðarmann menntamálaráðherra, forstjóra Ölgerðarinnar og framkvæmdastjóra UMFÍ.   Ekki var keppt um sæti eða verðlaun í stígvélakastinu enda var þar hver keppandi á eigin forsendum að glíma við sjálfan sig og hafa gaman af keppninni en það er í anda UMFÍ. Krakkarnir voru svo leystir út með sundboltum og frisbídiskum og eru nú klár í útileguleiki sumarsins.  Helsta markmið Hreyfiviku er að hvetja alla stóra sem smáa til hreyfingar og finna sína uppáhaldshreyfingu. Nánar

20160523 120449 001 resized fj1  IMG 9918   

Lesa >>


Starfsdagur

Starfsdagur

Starfsdagur kennara, verður þriðjudaginn 24. maí. 

Starfsdagar kennara eru þeir dagar þegar kennarar vinna að skipulagsstarfi í skólanum, sjálfsmati, námsmati, sitja fyrirlestra eða námskeið um eitthvað er varðar skólann og skólastarfið. Engin kennsla er þessa daga hjá nemendum.

 

Lesa >>


Risaeðlur

Risaeðlur

Krakkarnir í 2. Á hafa nýlokið við afar skemmtilegt risaeðluþema í Byrjendalæsi. Þau hafa fræðst mikið um risaeðlur t.d. hvaða tegundir voru til, fæðu, umhverfi og lifnaðarhætti. Þau voru mjög áhugasöm og unnu margvísleg skemmtileg verkefni. Þau fóru út og teiknuðu risaeðlur á skólalóðinni, lásu í paralestri fróðleik um risaeðlur, völdu sér hver sína risaeðlu og teiknuðu og skrifuðu um hana, fóru út í hverfisgarðinn og bjuggu til risaeðlur úr því efni sem þau fundu úti. Þau komu með bækur og risaeðlur sem þau sýndu og sögðu frá að ógleymdri stöðvavinnu sem innihélt margvíslega verkefni um risaeðlur.

Lesa >>Leikhúsheimsókn

Leikhúsheimsókn

Þriðjudaginn 10. maí fóru nemendur 5.H í heimsókn í Borgarleikhúsið. Björn Stefánsson leikari tók á móti þeim og fór með krakkana í leiðsögn um króka og kima leikhússins. Að leiðsögn lokinni var farið á sýninguna Hamlet litli en þar er búið að þjappa um það bil þriggja tíma leikverki í rúmlega 40 mínútna sýningu. Sýningin vakti mikla lukku og það er greinilegt að krökkunum finnst gaman að fara í leikhús og kunna að njóta þess. Myndir

Lesa >>

Skoða greinasafn

Prenta | Netfang

© Háaleitisskóli | Álftamýri 79 Sími: 5708100 | Hvassaleiti v/Stóragerði Sími: 5708800 | This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.