• DSC01811
  • IMG 4180
  • IMG 4195
  • IMG 4199
  • IMG 4173
  • Forsíða
Frönskukeppni grunnskólanna

Frönskukeppni grunnskólanna

 S.l. laugardag var haldin frönskukeppni grunn- og framhaldsskólanna. Keppnin var haldin í samvinnu við félag frönskukennara, Sendiráð Frakklands og Alliance francaise. Þemað í ár var  « Les arts et le français » og voru þátttakendur hvattir til að fjalla um það frá persónulegu sjónarhorni.

Í unglingadeild skólans höfum við boðið upp á val í frönsku í nokkur ár og svo ánægjulega fór þessi keppni að Þórunn Arna, nemandi í 9. bekk, vann fyrstu verðlaunin í ár. Hún fékk flugmiða til Parísar að launum. Hér má sjá myndbandið hennar.

 

Lesa >>


Takk fyrir komuna

Takk fyrir komuna

Vel á annað hundrað foreldrar og aðstandendur mættu í morgunkaffi í Áfltamýrinni. Hanna skólastjóri fór yfir ýmis atriði varðandi skólann og skólastarfið, hún ræddi m.a. um útkomu í skólapúslinum (hvetjum ykkur til þess að skoða skýrsluna) en sem er mjög góð, væntanlegar lagfæringar á skólalóðinni og ýmislegt annað. Að lokum bauð hún foreldrum að ganga um skólann og skoða afrakstur þemadaga sem voru í síðust viku. Afrakstur þemadaga í Álftó

Í Hvassaleitinu var einn mjög góð mæting og fjörugar umræður.

Lesa >>


Morgunkaffi fyrir foreldra.

Morgunkaffi fyrir foreldra.

Kaffið hefst kl. 8:30. Foreldrar fá tækifæri til þess að ganga um skólann og líta við í kennslustofum þar sem sjá má afrakstur þemadaganna í síðustu viku. 

  • Morgunkaffi í Álftamýri á miðvikudaginn.
  • Morgunkaffi í Hvassaleiti á föstudaginn.

Lesa >>


Endurvinnsla á þemadögum

Endurvinnsla á þemadögum

Frá miðvikudegi til föstudags í síðustu viku, voru þemadagar í Háaleitisskóla þar sem unnið var með endurvinnslu. Nemendur fóru á nokkrar stöðvar og unnu verkefni og föndruðu með endurvinnanlegt efni. Stúlkan á myndinni er með húfu sem var prjónuð úr plastpokum 😊  Fleiri myndir

Lesa >>


Þrautagangan

Þrautagangan

Undanfarnar fimm vikur hefur nemendum í unglingadeild staðið til boða að taka þátt í, leik sem felst í því að leysa alls kyns stærðfræðiþrautir. Á föstudaginn var tilkynnt um sigurvegara og var það Freyja Stefánsdóttir í 8-AA sem náði að leysa flestar þrautir á tímabilinu. Þá var einnig dreginn út einn nemandi sem fékk þátttökuverðlaun og að þessu sinni var það Anjie Shi í 9-BÓ sem var sá heppni. Í verðlaun fengu þau bíómiða og gjafabréf í ísbúð. Við óskum þeim til hamingju með árangurinn.

Lesa >>

Skoða greinasafn

Prenta | Senda grein

© Háaleitisskóli | Álftamýri 79 Sími: 5708100 | Hvassaleiti v/Stóragerði Sími: 5708800 | This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.